Stáliðjan

Stálsmíði er okkar fag sem við höfum sérhæft okkur í allt frá stofnun árið 1959. Á þeim tíma höfum við öðlast ómetanlega tækni og sérfræðikunnáttu í faginu. Við rekum stóra og öfluga stálsmiðju þar sem öll okkar framleiðsla fer fram.
 
Stál er sterkur, endingardrjúgur og endurnýjanlegur efniviður og framleiðsla okkar er afar fjölbreytt. Við höfum m.a. framleitt stálstiga, handrið og hillur fyrir stærri fyrirtæki um áraraðir auk þess að hanna og framleiða klassísk stálhúsgögn fyrir heimilið og vinnustaðinn.
 
Okkur finnst mikilvægt að miðla þekkingu okkar áfram. Við veitum því viðskiptavinum okkar aðstoð og leiðbeiningar þegar þeir hanna og leggja grunn að nýrri framleiðslu. Einnig sérsmíðum við eftir pöntunum.
 
Þegar að þú leitar til okkar leggjum við okkur fram við að veita vandaða handleiðslu í gegnum ferlið, allt frá þrívíddarteikningum þar til að varan er tilbúin.
 
Hjá okkur í Stáliðjunni eru gæði í fyrirrúmi og við notum því aðeins fyrsta flokks efnivið. Öll rör og prófílar eru með minnst 2 mm efnisþykkt og allur krossviður er fyrsta flokks birkikrossviður. Áklæðin sem við notum hafa staðist 100.000 núninga gæðapróf og einnig er hægt að fá þau eldþolin. Allur svampur í setum er minnst 60 kg á rúmmeter. Stólar eru með veltitöppum, með eða án filts, og borð eru fáanleg með stillitöppum en það er mikilvægt að velja tappa á borð og stóla í samræmi við gólfefni. Í langflestum tilfellum er timbur fest á með gaddaró.
 
Þessar upplýsingar er vert að hafa í huga þegar leitað er að endingargóðum húsgögnum og við hvetjum viðskiptavini til að afla þeirra einnig hjá öðrum söluaðilum.
Þráinn Ævarsson
Þráinn Ævarsson
Framleiðslustjóri
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
863 8528
Þráinn Guðbjartsson
Þráinn Guðbjartsson
Sölustjóri verslunar
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
861-5889
Ævar Einarsson
Ævar Einarsson
Framkvæmdastjóri
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
861-5701