Fellanlegt borð

Á þessu borði eru fellifætur úr krómi sem auðvelt er að brjóta undir borðið. Það er því auðvelt að flytja mörg saman milli rýma. Fljótlegt er að setja þau upp. Hægt að panta í þeirri stærð sem að hentar. T-fætur. Litur, króm.

Staflanlegt borð, einföld og skilvirk lausn.

Staflanlegt, ferkantað borð. Borðið hentar vel í skóla, samkomusali og á alla þá staði þar sem fjölbreytt starfsemi fer fram. Ef Þörf er fyrir pláss eina stundina og að setjast niður við borð þá næstu er þetta einföld og skilvirk lausn. Staflast upp í 15 stk. Tekur sama pláss og eitt borð.


Vagnar fást hjá Stáliðjunni. Stærð 64x64cm eða 80x80cm.

Fellanlegt hátt kaffiborð

Borðið býður upp á fjölbreyttar útfærslur og hentar vel í móttökum og samkomum af ýmslu tagi. Hægt er að fá borðið í mismunandi hæð og stærð með borðplötu allt að 60 cm í þvermál. Fótur er úr steypustáli. Pólýhúðað, svart.

Einstök hönnun

Fallegt hringlaga borð, fæturinir gefa borðinu einstakt yfirbragð og eru þeir pólyhúðaðir í lit að eigin vali.


Hæð 69cm, Borðplata: allt að 70 cm þvermáli.

Hringborðsfótur

Þetta borð býður upp á fjölbreytta útfærslu. Hentar bæði sem sófaborð og kokteilborð. Hægt er að fá borðið í mismunandi hæð og stærð. Borðplötur allt að 70 cm í þvermál. ferkantað eða hringlaga Fótur úr steypustáli. Pólýhúðað svart

Hringlaga borðstofuborð

Stálfætur úr króm röri sem gefa borðinu einstakt og fallegt yfirbragð. Stöðugt og létt borð. Hentar vel í eldhúsið eða á kaffistofuna. Borðplata allt að 130 cm.

Öll rör og prófílar eru með minnst 2mm efnisþykkt, allur krossviður er 1. Flokks birkikrossviður, áklæðið hefur staðist 100.000 núninga testið og hægt að fá það eldþolið, allur svampur í setum er minnst 60kg á rúmmeter, stólar með veltitöppum með og án filt og borð hægt að fá með stillitöppum lang flestum tilfellum er timbur fest á með gaddaró.