Starfsmannaskápar

Starfsmannaskápar eru fáanlegir eins til sex hólfa. Hver skápur er 30cm breiður 56cm djúpur og 176cm hár sem skiptist svo í 1 til 6 hólf. Hægt að velja á milli EURO-LOCK lása eða hengilása. Skáparnir eru pólýhúðaðir og samsettir.

Gasskápar

Gasskáparnir eru til í eins og tveggja kúta útfærslum. Skáparnir eru smíðaðir úr galvaniseruðu stáli og eru ætlaðir til að geyma úti hvort heldur er við sumarbústaðinn eða svalirnar. Hlífir gasslöngunum og þýstijafnaranum og eykur endingu þeirra til muna. Smekkleg geymsla fyrir gaskúta, hægt að fá lakkaða í lit að eigin vali.

Geymsluskápar

Geymsluskápar-með rennihurð. Hentar fyrir allt sem þú villt loka inni hvort sem þér þykir það ljótt eða þarf að verja ryki. Plastrennihurðin er rykþétt og hægt að fá lás, mjög smekklegur skápur.

Öll rör og prófílar eru með minnst 2mm efnisþykkt, allur krossviður er 1. Flokks birkikrossviður, áklæðið hefur staðist 100.000 núninga testið og hægt að fá það eldþolið, allur svampur í setum er minnst 60kg á rúmmeter, stólar með veltitöppum með og án filt og borð hægt að fá með stillitöppum lang flestum tilfellum er timbur fest á með gaddaró.